Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. desember 2017 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Gattuso hótaði að segja af sér
Mynd: Getty Images
Fréttamaður hjá Mediaset heldur því fram að Gennaro Ivan Gattuso, þjálfari AC Milan, hafi hótað að segja af sér eftir 3-0 tap liðsins gegn Verona um helgina.

Gattuso stýrði unglingaliði Milan þegar Vincenzo Montella var rekinn í lok nóvember. Undir stjórn Gattuso hefur félagið aðeins náð að krækja sér í fjögur stig í leikjum gegn Benevento, Verona og Bologna.

Marco Fassone, framkvæmdastjóri Milan, talaði Gattuso af því að segja af sér og ákváðu þeir í sameiningu að refsa leikmönnum liðsins. Gattuso telur leikmenn sýna of mikið áhugaleysi og lítinn baráttuvilja.

Refsing liðsins er að í stað hefðbundinnar æfingar í dag var haldin refsiæfing fyrir luktum dyrum. Gattuso er þekktur fyrir mikinn baráttuanda og var fenginn í starfið til að miða honum áfram til leikmanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner