Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   fim 07. júní 2018 21:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rashford með magnað mark í sigri Englands
Sjáðu markið
Eitt stykki sleggja frá Rashford.
Eitt stykki sleggja frá Rashford.
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, skoraði magnað mark þegar England lagði Kosta Ríka að velli í síðasta undirbúningsleik sínum fyrir Heimsmeistarakeppnina í Rússlandi.

Rashford fékk tækifæri í byrjunarliðinu og nýtti það til hins ýtrasta. Hann kom sér á blað á 13. mínútu með föstu skoti utan af velli.

Smelltu hér til að sjá markið hjá Rashford, hans þriðja landsliðsmark í 19 leikjum fyrir England.

Staðan í hálfleik 1-0 fyrir England, sem gerði 10 breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn. Á 61. mínútu kom Danny Welbeck inn á fyrir Jamie Vardy. Welbeck var ekki lengi að láta til sín taka og bætti við öðru marki Englands á 76. mínútu.

Welbeck er markahæstur í enska landsliðinu af þeim sem eru að fara á HM með 16 mörk. Harry Kane kemur næstur með 13 mörk.

Lokatölur 2-0 fyrir England gegn Kosta Ríka, liðinu sem kom mest á óvart á HM fyrir fjórum árum. England er í riðli með Belgíu, Túnis og Panama á HM, en fyrsti leikur liðsins er við Túnis 17. júní. Kosta Ríka er í riðli með Brasilíu, Sviss og Serbíu.

England 2 - 0 Kosta Ríka
1-0 Marcus Rashford ('13)
2-0 Danny Welbeck ('76)

Í dag voru tveir aðrir áhugaverðir vináttulandsleikir. Suður-Kórea gerði markalaust jafntefli við Bólivíu og Portúgal vann 3-0 gegn Alsír. Cristiano Ronaldo lék 74 mínútur fyrir Portúgal en náði ekki að skora. Hann lagði þó upp eitt mark.

Portúgal 3 - 0 Alsír
Mörk Portúgals: Goncalo Guedes 2, Bruno Fernandes.

Suður-Kórea 0 - 0 Bólivía

Nú stendur yfir leikur Íslands og Gana á Laugardalsvelli. Staðan þegar þessi frétt er skrifuð er 2-0 fyrir Ísland.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá Laugardalsvelli

Sjá einnig:
Ísland 2-0 yfir í hálfleik - Sjáðu mörkin hjá Kára og Alfreð



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner