Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   fim 07. júní 2018 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland 2-0 yfir í hálfleik - Sjáðu mörkin hjá Kára og Alfreð
Icelandair
Alfreð skoraði sitt 13. landsliðsmark.
Alfreð skoraði sitt 13. landsliðsmark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er búið að flauta til hálfleiks á Laugardalsvelli þar sem Ísland og Gana eru að spila í vináttulandsleik. Staðan í hálfleik er 2-0 fyrir íslenska liðið.

Ísland byrjaði leikinn af krafti og komst yfir strax á sjöttu mínútu þegar Kári Árnason skoraði eftir hornspyrnu.

„Það er skrýtið að segja það eftir sex mínútna leik eeeeeen þetta lá í loftinu!" sagði Arnar Daði í beinni textalýsingu á Fótbolta.net þegar Kári skoraði.

Smelltu hér til að sjá markið hjá Kára á vef RÚV.

Fimm mínútum fyrir leikhlé skoraði Alfreð Finnbogason svo sitt 13. landsliðsmark fyrir Ísland.

„Eftir frábæran samleik milli Gylfa og Birkis átti Gylfi skot að marki sem Zigi varði en hélt þó ekki og Alfreð var réttur maður á réttum stað og skallar boltann í gott sem tómt markið," sagði Arnar Daði þegar Alfreð skoraði.

Smelltu hér til að sjá markið hjá Alfreð.

Staðan 2-0 í hálfleik og útlitið gott; Ísland er að spila vel.
Athugasemdir
banner
banner
banner