Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   fim 07. júní 2018 18:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsti leikur Alexander-Arnold - Tíu breytingar
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold.
Mynd: Getty Images
England mætir Kosta Ríka á Elland Road í Leeds í kvöld, í síðasta undirbúningsleik sínum fyrir HM í Rússlandi.

England vann Nígeríu 2-1 um helgina síðustu og skoruðu þar Gary Cahill og Harry Kane mörk Englands. Hvorugur þeirra byrjar í kvöld, en Englendingar gera 10 breytingar á liði sínu.

Jack Butland kemur inn í markið og Trent Alexander-Arnold, bakvörður Liverpool, spilar sinn fyrsta landsleik.

Marcus Rashford og Jamie Vardy byrja í fremstu víglínu og fá tækifæri til að sanna sig fyrir Gareth Southgate, landsliðsþjálfara.

Leikurinn hefst á slaginu 19:00, en næsti leikur Englands á eftir þessum er við Túnis í Volgograd í Rússlandi.

Þess ber að geta að spáin fyrir G-riðil, riðil Englands, dettur inn á síðuna á morgun. England er með Belgíu, Túnis og Panama í riðli. Andstæðingar Englands í kvöld, Kosta Ríka er í riðli með Serbíu, Brasilíu og Sviss á HM.

Sjá einnig:
HM spáin: E-riðill - 4. sæti

Hér að neðan má sjá byrjunarlið kvöldsins.

Byrjunarlið Englands: Butland, Alexander-Arnold, Stones, Maguire, Jones, Rose, Henderson, Delph, Loftus-Cheek, Rashford, Vardy.
(Varamenn: Pickford, Walker, Dier, Lingard, Kane, Sterling, Trippier, Welbeck, Cahill, Young, Alli, Pope)

Byrjunarlið Kosta Ríka: Navas, Waston, Gonzalez, Calvo, Gamboa, Oviedo, Guzman, Borges, Venegas, Campbell, Urena.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner