Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. febrúar 2015 18:15
Alexander Freyr Tamimi
Tómas Óli Garðarsson í Val (Staðfest)
Tómas Óli er genginn í raðir Vals.
Tómas Óli er genginn í raðir Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Óli Garðarsson er genginn til liðs við Val frá Breiðabliki, en þessi sóknarsinnaði miðjumaður er 21 árs gamall.

Tómas Óli á 72 meistaraflokksleiki að baki fyrir Blika þrátt fyrir ungan aldur og þá á hann að baki leiki með öllum yngri landsliðum Íslands.

,,Mér finnst þetta bara vera flottur klúbbur. Eru alltaf á toppnum eða í miðjunni, og mér leist vel á þjálfarana og það sem þeir höfðu að segja. Það er bara allt flott í kringum liðið," sagði Tómas Óli við heimasíðu Vals.

Hér að neðan má sjá viðtal sem Ragnar Vignir tók við Tómas Óla fyrir heimasíðu Vals.


Athugasemdir
banner