Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 01. nóvember 2014 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Stefán Birgir í Fram (Staðfest)
Stefán Birgir Jóhannesson í leik með Leikni
Stefán Birgir Jóhannesson í leik með Leikni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnufélagið Fram hefur styrkt sig fyrir komandi átök í fyrstu deild karla en það hefur fengið aftur til félagsins, Stefán Birgi Jóhannesson frá Njarðvík.

Stefán, sem er 21 árs gamall, lék með yngri flokkum Fram við góðan orðstír en hann hefur leikið þrjá leiki í deild- og bikar fyrir meistaraflokk Fram.

Hann gekk til liðs við Leikni árið 2013 en hann lék í sumar með Njarðvík í 2. deild.

Þetta er fyrsti leikmaðurinn sem Kristinn Rúnar Jónsson, þjálfari Fram, fær til félagsins en Fram hefur verið miðpunktur athyglinnar undanfarið þar sem sjö leikmenn hafa nú þegar yfirgefið félagið eftir að það féll úr Pepsi-deildinni.


Athugasemdir
banner
banner