Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 04. júlí 2015 12:00
Eyþór Ernir Oddsson
Heimild: SkySports 
Pastore: Ég spila til að hjálpa Messi og Di Maria
Mynd: Getty Images
Javier Pastore, miðjumaður argentíska landsliðsins segir í viðtali að sitt hlutverk í argentíska liðinu sé að hjálpa Lionel Messi og Angel di Maria að eiga stjörnuleik frekar en að vera stjarnan sjálfur.

Pastore átti góðan leik eins og allt lið Argentínu þegar þeir tóku Paragvæ í kennslustund í undanúrslitum Copa America, 6-1, og skoraði meðal annars mark.

„Ég spila hér til að gera hlutina auðveldari fyrir Messi og Di Maria. Það sem mér líkar best er að leggja upp mark. Þegar ég gef sendingu sem endar með marki þá nýt ég þess meira en allt," segir Pastore.

„Messi líkar við allar tegundir sendinga, því hvort sem þú gefur á kassan á honum, höfuðið eða lappirnar þá stjórnar hann öllum boltum vel. Hann elskar stuttar sendingar svo að hann geti spilað sendingaleiki. Hann gerir það mikið hjá Barca og maður hefur séð þetta á æfingum. Honum líkar best að vera með leikmenn nálægt sér til að geta fengið boltan aftur"

„Þessi kynslóð vill mikið vinna titil með landsliðinu. Sem lið þá finnst mér við eiga ksilið að vinna eitthvað og að vinna Copa America myndi þýða mikið fyrir okkur eftir að við komumst svo nálægt þessu á HM. Ef þessi kynslóð vinnur ekkert munum við sjá eftir því það sem eftir er lífsins"

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner