Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 04. desember 2016 10:00
Arnar Geir Halldórsson
Enrique: Við áttum skilið að vinna
Svekktur
Svekktur
Mynd: Getty Images
Luis Enrique, stjóri Barcelona, var vonsvikinn eftir að hafa séð sína menn gera 1-1 jafntefli við Real Madrid í uppgjöri toppliðanna í Spánarsparkinu í gær.

Luis Suarez kom Börsungum yfir í upphafi síðari hálfleiks og skömmu síðar fékk Brasilíumaðurinn Neymar líklega besta færi leiksins en dúndraði boltanum hátt yfir markið.

Sergio Ramos jafnaði metin fyrir Real Madrid á síðustu mínútu venjulegs leiktíma og þar við sat.

„Við áttum skilið að vinna leikinn. Við hefðum getað klárað leikinn, hann var í okkar höndum en okkur tókst það ekki."

„Þetta eru ekki bestu úrslitin fyrir okkur. Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn en við vorum betri í þeim síðari. Við sköpuðum færi og reyndum að bæta við mörkum til að koma í veg fyrir að þeir gætu jafnað. Því miður gekk það ekki upp."

„Að mínu mati var frammistaða okkar betri en þeirra en við verðum samt að bæta okkar leik, það er ljóst. Við getum bætt alla þætti leiksins hjá okkur,"
segir Enrique.

Börsungar eru því enn sex stigum á eftir Real Madrid.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner