Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. maí 2015 19:14
Elvar Geir Magnússon
Amath ætti að vera löglegur með FH í næsta leik
Amath Diedhiou.
Amath Diedhiou.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH-ingar reikna með því að kantmaðurinn Amath André Diedhiou verði kominn með leikheimild fyrir leikinn gegn Keflavík í Pepsi-deildinni á sunnudag. Þetta segir Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH.

Amath var ekki með í sigrinum gegn KR í fyrstu umferð þar sem hann hafði ekki fengið tilskylin leyfi frá útlendingastofnun en þau eru að landast.

Diedhou kemur frá Senegal, en hefur leikið með liðum meðal annars í Moldavíu.

FH-ingar urðu fyrir áfalli í leiknum gegn KR þegar bakvörðurinn Jonathan Hendrickx meiddist illa. Hann er með tognuð eða slitin liðbönd og kemur í ljós eftir tvær vikur hvort það verði sex vikur eða þrír mánuðir sem hann mun missa af.

„Að mínu mati er hann langbesti hægri bakvörðurinn í deildinni," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í viðtali við Morgunblaðið.

Jón Rúnar segir að FH ætli ekki út á markaðinn þrátt fyrir meiðslin hjá Hendrickx. „Við settum saman þetta breiðan hóp til að ráða við áfall sem þetta," segir Jón Rúnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner