Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   lau 09. júní 2018 13:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svo virðist sem Salah sé ekki búinn að fyrirgefa Ramos
Salah liggur eftir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Salah liggur eftir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
„Þetta var versta augnablik ferils míns," segir Mohamed Salah, leikmaður Liverpool við Marca á Spáni. Salah á þar við það þegar hann fór af velli í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid í lok maí. Salah þurfti að fara af velli eftir baráttu við Sergio Ramos, fyrirliða Madrídarliðsins.

Real vann leikinn 3-1 og tryggði sér sinn þriðja Evrópumeistaratitl í röð, en Ramos hefur verið harðlega gagnrýndur vegna meiðsla Salah, stuðninsmenn Liverpool og Egyptalands brjálaðir út í hann. Ramos krækti í Salah og féllu þeir báðir til jörðu. Salah kom mjög illa út úr því og gekk grátandi af velli.

Ramos gerði lítið úr sínum þætti í málinu.

Ekki búinn að fyrirgefa Ramos
Salah segist hafa fengið skilaboð frá spænska varnarmanninum en hann er ekki búinn að fyrirgefa honum.

„Hann sendi mér skilaboð, en ég sagði aldrei við hann að allt væri í góðu," segir Salah.

Salah er í kapphlaupi við tímann að ná fyrsta leik á HM gegn Úrúgvæ þann 15. júní. Miðað við fréttir síðustu daga virðast ágætis líkur á því hann nái leiknum.

Svo gæti farið að Salah og félagar í Egyptalandi mæti Spánverjum í 16-liða úrslitum. Það yrði mjög athyglisvert í ljósi þess sem gerðist í Kænugarði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Egyptaland í er A-riðli með Rússlandi, Sádí-Arabíu og Úrúgvæ. Spánn er í B-riðli með Portúgal, Marokkó og Íran.

Keppni á HM hefst eftir fimm daga.
Athugasemdir
banner
banner