Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   mán 09. október 2017 22:18
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Jói Berg: Þvílíka ruglið að taka þennan riðil og pakka honum saman
Icelandair
Jóhann Berg fagnar marki sínu í kvöld
Jóhann Berg fagnar marki sínu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara yndislegt. Þetta verður ekki betra. Þvílíka ruglið að taka þennan riðil og pakka honum saman. Þetta er eini riðillinn sem var með fjögur lið á Evrópumótinu. Þetta var ótrúlega erfiður riðill og það voru ekki margir sem höfðu trú á því að við myndum vinna þennan riðil," sagði Jóhann Berg Guðmundsson eftir 2-0 sigur Íslands gegn Kósóvó í kvöld.

Jóhann Berg var á skotskónum, annan leikinn í röð og skoraði hann seinna mark Íslands og gulltryggði farseðilinn til Rússlands næsta sumar.

„Þetta er stærra (en að komast á Evrópumótið í Frakklandi) og það voru margir sem höfðu kannski ekki trú á því að við myndum gera þetta sama aftur. Sérstaklega eftir að við fengum svona erfiðan riðil og það voru ekki margir sem trúðu því að við myndum vinna þennan riðil.

Jóhann Berg hrósaði starfsfólkinu í kringum landsliðið í hástert, sem og stuðningsmönnum Íslands.

„Þetta er ótrúlegt lið og það er ótrúleg umgjörð í kringum þetta. Allt starfsfólkið sem leggur mikla vinnu á sig í þetta og þau eiga þökk skilið fyrir allt sem þau gera fyrir okkur og stuðningsmennirnir fyrir að vera með okkur í þessu. Þessi heimavöllur hjá okkur er magnaður. Þetta er yndislegt."

Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslendingum yfir undir lok fyrri hálfleiks og var það mikill léttir fyrir alla.

„Þetta fyrsta mark var gríðarlega mikilvægt. Þeir voru mikið með boltann. Þeir eru flottir í fótbolta og erfitt að brjóta þá niður. Fyrsta markið hjá Gylfa var mjög mikilvægt og þetta seinna mark kláraði leikinn. Tilfinningin er bara ólýsanleg."

Jóhann Berg var pollrólegur í viðtalinu og virtist ekki á honum að hann hefði skorað mark sem skaut Íslandi á heimsmeistaramótið í fótbolta, fámennast allra landa í sögunni. Það var þó ástæða fyrir því.

„Ég er búinn að taka þetta allt saman út eftir leik og inn í klefa. Við erum búnir að ná okkur aðeins niður fyrir kvöldið en við eigum eftir að skemmta okkur vel í kvöld."
Athugasemdir
banner
banner