Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   lau 10. mars 2018 13:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Annar dagur á skrifstofunni hjá Ronaldo
Mynd: Getty Images
Eibar 1 - 2 Real Madrid
0-1 Cristiano Ronaldo ('33 )
1-1 Ivan Ramis ('50 )
1-2 Cristiano Ronaldo ('84 )

Cristiano Ronaldo er búinn að koma sér í gang í spænsku úrvalsdeildinni. Hann skoraði tvö er Real Madrid sótti erfið þrjú stig til Eibar á þessum laugardegi.

Ronaldo kom Real yfir á 33. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik. Snemma í seinni hálfleiknum jafnaði Eibar.

Real sló út PSG í Meistaradeildinni í vikunni en liðið hefur valdið vonbrigðum heima fyrir. Ronaldo var ekki að nenna að tapa þessum leik og skoraði hann sigurmarkið á 84. mínútu.

Lokatölur 2-1 fyrir Real Madrid sem er með þessum sigri upp í 57 stig, fjórum stigum á eftir Atletico Madrid. Eibar er í áttunda sæti.

Leikir dagsins:
15:15 Sevilla - Valencia
17:30 Getafe - Levante
19:45 Malaga - Barcelona (Stöð 2 Sport)



Athugasemdir
banner