Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 11. febrúar 2016 08:00
Arnar Geir Halldórsson
Zidane: Ronaldo er besti leikmaður heims
Bestur?
Bestur?
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid segir Cristiano Ronaldo vera besta leikmann heims um þessar mundir.

Portúgalinn hefur skorað fimm mörk í fimm leikjum síðan Zidane tók við liðinu af Rafa Benitez í upphafi árs.

Zidane var sjálfur valinn besti leikmaður heims í þrígang á sínum ferli og hann er ekki í vafa um hver sé besti leikmaður heims í dag.

„Cristiano Ronaldo er sá besti. Messi er hans helsti keppinautur og samkeppni þeirra er af hinu góða fyrir fótboltann,” segir Zidane.

Áðurnefndur Messi hlaut Ballon D´or verðlaunin á dögunum en Cristiano Ronaldo var í öðru sæti. Þeir félagar hafa einokað þau verðlaun frá árinu 2008.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner