Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. desember 2017 22:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dyche: Þessi leikur var eins ljótur og veðrið
Mynd: Getty Images
Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, var glaður í bragði þegar fréttamaður Sky Sports ræddi við hann eftir 1-0 sigur á Stoke í kvöld.

Með sigrinum komst Burnley upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Ef Burnley skyldi enda þar sem liðið er núna þýðir það Meistaradeildarbolti á næsta tímabili.

Stoke var sterkari aðilinn í leiknum í kvöld en samt tókst Burnley að knýja fram sigur. Það er oft þannig með bestu liðin að þau vinna sína leiki jafnvel þó þau séu ekki að spila vel.

„Þessi leikur var eins ljótur og veðrið hefur verið síðustu daga," sagði Dyche eftir leikinn í kvöld.

„Auðvitað er það góð tilfinning," sagði Dyche aðspurður út í það að vera kominn í Meistaradeildarsæti.

„Við erum enn einbeittir á verkefnið, næsti leikur er mikilvægur. Við munum sjá til hvort við getum haldið þessu áfram."
Athugasemdir
banner
banner