Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
   mið 13. júní 2018 20:40
Daníel Geir Moritz
Kristján Guðmunds: Línan hjá dómaranum er að þú veist ekkert hvað þú færð
Valsliðið frábært að mati Kristjáns
Valsliðið frábært að mati Kristjáns
Mynd: Raggi Óla
„Við vorum að spila á móti stórkostlegu liði og þeir nýttu einbeitingarleysi hjá okkur,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV eftir 0-1 tap gegn Val í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  1 Valur

Leikurinn var frekar tíðindalítill og lítið um færi og sagði Kristján liðið hafa átt skilið stig úr leiknum. „Við vorum ekki nógu góðir sóknarlega en við fengum heldur ekki mikið á okkur. Þetta var lokaður leikur.“

Rasmus Christiansen fótbrotnaði í leiknum og var fluttur í sjúkraflugi til Reykjavíkur. „Mönnum verður alltaf brugðið þegar svona gerist í fótboltaleikjum. Hann verður bara of seinn hann Siggi og lendir á honum. Þetta er óþægilegt og ekki gott að halda áfram að spila eftir að svona gerist. Bestu kveðjur til Rasmus.“

Langt var liðið á leikinn þegar fyrsta spjaldið leit dagsins ljós og stóð ekki á svörum þegar Kristján var spurður út í dómgæsluna. „Dómgæslan var bara nákvæmlega eins og ég bjóst við. Línan sem dómarinn setti var sú sem ég bjóst við. Þú veist ekkert hvað þú færð.“


Athugasemdir
banner
banner
banner