Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. október 2015 22:28
Elvar Geir Magnússon
Gary Lineker: Holland hefur breyst í Andorra
Svekktir hollenskir stuðningsmenn.
Svekktir hollenskir stuðningsmenn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Guð minn góður, Holland hefur breyst í Andorra," skrifaði Gary Lineker, fyrrum landsliðsmaður Englands, á Twitter.

Ein allra stærstu tíðindi kvöldsins eru þau að Hollandi mistókst að komast í lokakeppni EM, liðið hafnaði í fjórða sæti A-riðils og náði ekki einu sinni að komast í umspilið.

„Það er eðlilegt að ég liggi undir höggi, ég náði ekki að blása því lífi í liðið sem ég vonaðist eftir," segir Danny Blind sem tók við stjórnartaumunum í erfiðri stöðu í riðlinum.

„Þetta var alls engin óskastaða sem ég kom inn í. Þetta eru gríðarleg vonbrigði en við þurfum að horfa fram veginn. Það þarf að fara fram naflaskoðun og athuga hvað við þurfum að gera til að bæta okkur."

Blind segist ekki ætla að segja upp starfi sínu en ljóst er að þetta er gríðarlega mikið áfall fyrir hollenska boltann.
Athugasemdir
banner
banner