Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 14. september 2014 12:36
Elvar Geir Magnússon
Meiðslamartröð Badstuber heldur áfram
Óheppnin eltir Holger Badstuber.
Óheppnin eltir Holger Badstuber.
Mynd: Getty Images
Fyrir tveimur árum síðan virtist Holger Badstuber ætla að verða klettur í vörn Bayern München í mörg ár. Síðan þá hefur þessi 25 ára leikmaður gengið í gegnum ansi erfiða tíma og meiðsli verið að hrjá hann.

Hann meiddist illa 2012 en snéri loksins aftur eftir langa bið nú í upphafi tímabils. Bayern vann 2-0 sigur gegn Stuttgart í gær en Badstuber sleit hásin í leiknum.

Félagið tilkynnti það á Twitter í dag að leikmaðurinn yrði lengi frá.

Þetta var aðeins þriðji leikur Badstuber eftir að hann kom úr meiðslunum. Haft er eftir honum að þrátt fyrir þessa meiðslamartröð síðustu ár sé hann alls ekki búinn að leggja árar í bát og sé ákveðinn í að snúa aftur.
Athugasemdir
banner
banner
banner