Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 15. janúar 2018 14:00
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari Indónesíu: Þurfum að komast að leyndarmáli Íslands
Icelandair
Úr leiknum í Jakarta í gær.
Úr leiknum í Jakarta í gær.
Mynd: KSÍ - Óskar Örn Guðbrandsson
Ísland vann 4-1 sigur gegn Indónesíu í Jakarta í gær. Albert Guðmundsson skoraði þrennu og Arnór Smárason komst einnig á blað.

Þrátt fyrir tapið var Luis Milla, Spánverjinn sem þjálfar indónesíska landsliðið, ánægður með frammistöðu sinna manna.

„Ég er mjög ánægður með andann í hópnum en ekki úrslitin. Ég tel að við höfum ekki átt skilið að tapa með svona mörgum mörkum og vonandi getum við lært af þessum leik," sagði Milla.

„Við vorum að mæta þjóð frá Evrópu sem er komin á HM. Við verðum að læra af þessari þjóð. Ísland var í 125. sæti á FIFA-listanum en er núna nr. 20. Við verðum að komast að leyndarmálinu bak við velgengni Íslands. Það kostar mikla vinnu að ná sama árangri og þeir."

Milla lék á sínum tíma fyrir Real Madrid og Barcelona.

Sjá einnig:
Heimir: Horfi glaður til baka - Albert á ýmislegt eftir ólært
Athugasemdir
banner
banner
banner