Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
   fim 15. mars 2018 14:00
Magnús Már Einarsson
Hörður: Skrýtið ef Man City fer ekki í úrslit í Meistaradeildinni
Icelandair
Hörður í baráttu við Raheem Sterling í leik gegn City.
Hörður í baráttu við Raheem Sterling í leik gegn City.
Mynd: Getty Images
Hörður og Bernardo Silva eigast við.
Hörður og Bernardo Silva eigast við.
Mynd: Getty Images
Manchester City hefur verið með fáheyrða yfirburði í ensku úrvalsdeildinni í vetur og liðið á ennþá möguleika á að bæta stigametið í deildinni.

Manchester City rúllaði einnig 3-0 yfir Arsenal í úrslitum enska deildabikarins á dögunum. Í undanúrslitum hafði Manchester City betur gegn Bristol City samanlagt 5-3.

Íslenski landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði Bristol í báðum undanúrslitaleikjunum en liðið vann Manchester United í 8-liða úrslitunum og tryggði sér þannig leikina gegn City.

„Við stóðum okkur hrikalega vel á móti City. Við náðum að stríða þeim betur heldur en Arsenal gerði og við erum mjög ánægðir með það að vera eina liðið sem náði að stríða þeim," sagði Hörður Björgvin við Fótbolta.net í síðustu viku.

„Við gáfum þeim hörkuleik. Þeir voru ekki að búast við þessu. Ég sá þetta á Twitter hjá (Ilkay) Gundogan og fleirum að þeir voru ekki að búast við þessu. Þeir voru smá hrokafullir og bjuggust við að við myndum bara sparka boltanum upp í loft. Við spiluðum meðfram jörðinni og pressuðum þá vel."

„Þetta er eitt sterkasta lið í heimi. Ef þeir komast ekki í úrslit Meistaradeildarinnar þá er það eitthvað skrýtið. Þeir eru alltof sterkir. Að sjá að við gátum strítt þeim er fáránlega skemmtilegt."


Bristol City er í baráttu um umspilssæti í Championship deildinni en þar eru 46 leikir á tímabili. Ofan á það bættust við leikir í enska deildabikarnum og enska bikarnum.

„Þeir eru duglegir að gefa okkur frí inn á milli og við nýtum það eins og við getum. Maður er hins vegar í fótbolta til að keppa þannig að það er bónus að fá að spila eins marga leiki og maður getur á einu ári," sagði Hörður.

Hér að ofan má sjá viðtalið við Hörð.
Athugasemdir
banner
banner
banner