Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 15. október 2017 10:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Gaal: Ég var rekinn vegna Mourinho
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal mætti á leik Liverpool og Manchester United í gær. Van Gaal, sem var rekinn frá United á síðasta ári, var mættur á Anfield í vinnu fyrir hollenska sjónvarpið.

Van Gaal rakst á Jose Mourinho, sem tók við United af honum, en þeir töluðu saman um nokkra stund.

Van Gaal ákvað að skjóta síðan á Mourinho þegar hann ræddi við hollenska sjónvarpið um samskipti sín við hann.

„Brottrekstur minn frá Manchester United var ekki höfðingjalegur. Það að Mourinho væri á lausu varð til þess að ég var rekinn," sagði Van Gaal eftir leikinn í gær sem endaði markalaus.

„Hann (Mourinho) er ekki slæmur náungi, hann er skilningsríkur og hann var góður aðstoðarþjálfari," sagði sá hollenski, en hann og Mourinho unnu saman hjá Barcelona á sínum tíma.

„En hann missir stundum stjórnina, sérstaklega þegar hann talar við fjölmiðla. Það er ekki gott."

Van Gaal var mikið gagnrýndur sem stjóri Manchester United, en hann segir að tími sinn hjá félaginu hafi verið góður.

„Ég á góðar minningar frá Manchester United. Það er alltaf tekið vel á móti mér þarna."
Athugasemdir
banner
banner