Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   mán 15. desember 2014 16:30
Magnús Már Einarsson
„Ásgeir er hæfileikaríkasti leikmaður Íslands"
Svar við fyrirspurn í sérfræðingahorni Fótbolta.net
Ásgeir Sigurvinsson með Fótbolta.net derhúfu.
Ásgeir Sigurvinsson með Fótbolta.net derhúfu.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Fótbolti.net hefur opnað sérfræðingahorn á síðunni þar sem lesendur geta sent inn fyrirspurnir um allt sem tengist fótbolta á einhvern hátt.

Ragnar Olsen, 19 ára, kom með spurningu og við fengum íþróttafréttamanninn reynda Víði Sigurðsson á Morgunblaðinu til að svara.

Hver er hæfileikaríkasti/efnilegasti knattspyrnumaður sem hefur komið fram á Íslandi, fyrr og síðar?
Það er ákaflega einfalt. Hæfileikaríkasti knattspyrnumaðurinn sem fram hefur komið á Íslandi varð síðan besti knattspyrnumaður Íslands fyrr og síðar, Ásgeir Sigurvinsson.

Hann vakti mikla athygli með unglingalandsliði Íslands og átti í framhaldi af því glæsilegan sautján ára feril í Belgíu og Vestur-Þýskalandi.

Ásgeir var kosinn besti knattspyrnumaður Vestur-Þýskalands árið 1984 þegar hann átti stærstan þátt í að Stuttgart varð meistari. Ásgeir var settur í þrettánda sætið yfir bestu knattspyrnumenn heims á því ári, og um hann var ítrekað sagt að hann væri maðurinn sem Þjóðverja vantaði í sitt annars geysisterka landslið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner