Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 16. júlí 2017 15:55
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
2. deild: Frábær endurkoma hjá Víði
Helgi Þór skoraði eitt marka Víðis í dag
Helgi Þór skoraði eitt marka Víðis í dag
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Höttur 3 - 4 Víðir
0-1 Patrekur Örn Friðriksson ('4)
1-1 Steinar Aron Magnússon ('13)
2-1 Brynjar Árnason ('37)
2-2 Helgi Þór Jónsson ('52)
3-2 Ignacio Gonzalez Martinez ('54)
3-3 Dejan Stamenkovic ('65)
3-4 Petar Mudresa sjálfsmark ('66)
3-4 Brynjar Árnason, misnotað víti ('80)

Höttur og Víðir áttust við í 2. deildinni í dag og úr varð æsispennandi leikur.

Gestirnir úr Garðinum byrjuðu af krafti og skoraði Patrekur Örn Friðriksson strax á fjórðu mínútu leiksins. Hattarmenn voru hins vegar ekki lengi að jafna, það gerði Steinar Aron Magnússon á 13. mínútu.

Höttur komst yfir á 37. mínútu með marki frá Brynjari Árnasyni. 2-1 fyrir heimamenn í hálfleik.

Helgi Þór Jónsson jafnaði leikinn fyrir Víði snemma í seinni hálfleik en tveimur mínútum síðar komust Hattarmenn yfir er Ignacio Gonzlez Martinez skoraði.

Víðir voru hins vegar ekki hættir því Dejan Stamenkovic jafnaði leikinn í 3-3 á 65. mínútu síðar og mínútu síðar varð Petar Mudresa fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Staðan skyndilega orðin 4-3 fyrir Víði.

Höttur fékk gullið tækifæri til þess að jafna leikinn á 80. mínútu en Brynjar brást bogalistinn af vítapunktinum. Lokatölur 4-3 sigur Víðis í frábærum leik.

Með sigrinum komst Víðir upp í 5. sæti deildarinnar en Höttur er í 9. sæti
Athugasemdir
banner
banner