Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
   sun 16. júlí 2017 09:00
Arnar Daði Arnarsson
Anna Björk: Stökkið sem var tekið fyrir þetta mót er gríðarlegt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Síðast þegar ég fór var ég ekki búinn að spila einn landsleik fyrir lokamótið. Það var því gríðarleg ánægja að vera valin fyrir það mót. Ég var þá í allt öðruvísi hlutverki - ég er því mjög spennt fyrir þessu móti," sagði Anna Björk Kristjánsdóttir varnarmaður íslenska kvennalandsliðsins í viðtali við Fótbolta.net í hádeginu í gær.

„Það er líka gaman að sjá umgjörðina á milli móta. Maður hefði haldið að það væri alltaf smá skref stigið fram á við á milli móta en stökkið sem var tekið fyrir þetta mót er gríðarlegt. Það hlýtur að vera Íslandsmet. Það er frábært að fá að taka þátt í þessu," sagði Anna sem er ánægð með alla athyglina og umfjöllunina sem liðið hefur fengið síðustu daga og vikur.

„Maður sér andlitið á stelpunum nánast alstaðar á Íslandi. Það er einnig margir Íslendingar að koma sem eru ekkert tengdir okkur stelpunum sem er frábært og við nýtum okkur þetta. Við erum mjög spenntar fyrir þessu móti og gærdagurinn var frábær. Við erum enn í sæluvímu. Við þurfum að taka orkuna sem við fengum þar og nýta hana vel."

Anna Björk tók ekkert þátt í síðustu þremur æfingaleikjum landsliðsins fyrir EM.

„Það var svekkjandi að missa af síðustu leikjunum fyrir mót en Freyr byrjaði að undirbúa okkur frekar tímalega fyrir mótið. Ég náði þó nokkrum leikjum bæði í Kína og á Algarve og mér líður vel í þessu kerfi. Freyr gefur okkur svo miklar upplýsingar að hver og einn leikmaður er með sín hlutverk á hreinu. Það er ekkert erfitt að stökkva inn þetta kerfi finnst mér. Það hjálpa allir öllum. Ég hef ekkert hugsað út í þetta þó það hefði kannski verið betra að fá leiki til að spila fyrir mót."

Viðtalið við Önnu Björk má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner