Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
   sun 16. júlí 2017 11:00
Elvar Geir Magnússon
Ermelo, Hollandi
Davíð Snorri fór út á níu leiki með Frakklandi
Freyr og Davíð hafa unnið lengi saman.
Freyr og Davíð hafa unnið lengi saman.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á æfingasvæði Íslands í Ermelo.
Á æfingasvæði Íslands í Ermelo.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snorri Jónasson sá um það að taka út franska landsliðið, mótherja Íslands í fyrsta leik EM. Davíð hefur ferðast um alla Evrópu og fylgst náið með franska liðinu, alls fór hann út á níu leiki.

Í gær hélt hann svo fund með leikmönnum Íslands þar sem hann fór yfir leikstíl liðsins og á hverju má eiga von á þriðjudag.

„Það hefur fyrst og fremst verið gaman að fá að ferðast og horfa á fótbolta. Það hefur bætt mig mikið sem þjálfara að fá að horfa á lið á hæsta „leveli" og rýna vel í þau," segir Davíð.

Davíð hefur lengi unnið með Frey Alexanderssyni en þeir eru báðir Breiðhyltingar og voru með knattspyrnuskóla Leiknis saman fyrir mörgum árum. Þá stýrðu þeir Leikni saman í Pepsi-deildinni fyrir nokkrum árum. Þeir þekkja hvorn annan út og inn.

„Við náum vel saman og getum unnið saman án þess að þurfa að tala."

Davíð hefur mikið verið í Frakklandi og hefur kynnt sér lið þeirra vel.

„Einstaklingarnir eru mjög góðir og spila í stærstu deildum Evrópu. Það er gríðarleg reynsla í liðinu. Það hefur ekki unnið þennan Evrópumeistaratitil en þetta á að vera þeirra mót. Þetta lið er mjög „solid" og með þolinmæði. Þær vita nákvæmlega sína styrkleika en hafa ekki verið með neinar flugeldasýningar. Að sama skapi spila þær hátt á vellinum og eru alveg til í að fara í smá pressu," segir Davíð.

Í viðtalinu hér að ofan má sjá viðtalið við Davíð í heild sinni en þar talar hann meðal annars um hvað Ísland þarf að gera gegn Frökkum og hvaða leikmenn eru öflugastir í franska liðinu.

Vinnum saman eins og einn maður
Á fréttamannafundi Íslands í morgun fór Freyr fögrum orðum um Davíð og sagði það ólýsanlegt að vera að vinna með honum á stórmóti.

„Það er bara ólýsanlegt, meiri háttar gaman. Í gær var þetta eins og „back to basic", eins og þegar við vorum með knattspyrnuskólann í Leikni. Þetta er mjög gaman, við þekkjum hvorn annan út og inn. Hann veit hvað ég vil og ég veit hvað ég fæ frá honum Við vinnum saman eins og einn maður," sagði Freyr.

„Það er mikill styrkur að hafa hann með okkur. Stelpurnar kunna vel við hann og við erum þakklát fyrir að hafa hann. Við fáum nýja rödd inn sem er gott."

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner