Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 16. október 2017 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Montella stoltur þrátt fyrir tap gegn Inter
Mynd: Getty Images
Vincenzo Montella er stoltur þrátt fyrir tap AC Milan gegn Inter. Þjálfarinn segist hafa trú á að liðið geti nælt sér í meistaradeildarsæti þrátt fyrir slaka byrjun.

Mauro Icardi kom Inter yfir í tvígang er liðin mættust á San Siro í gærkvöldi. Icardi fullkomnaði svo þrennuna og gerði út um leikinn með marki úr vítaspyrnu á 90. mínútu.

„D'Ambrosio var mjög sniðugur að fiska þessa vítaspyrnu. Það er sárt að tapa svona leik á 90. mínútu útaf svona atviki," sagði Montella við Mediaset Premium.

„Við áttum frábæran síðari hálfleik og ég er mjög stoltur af því hvernig liðið spilaði. Það er synd að við höfum ekki nælt okkur í stig en ef við höldum áfram að spila svona þá munu sigrarnir fylgja.

„Við nýttum færin okkar ekki nógu vel og vorum óheppnir nálægt markinu. Staðan er ekki góð ef litið er á stöðutöfluna en ég hef fulla trú á að við getum rétt úr kútnum og endað í meistaradeildarsæti."


Milan er í 10. sæti, með 12 stig eftir 8 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner