Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 16. desember 2014 21:56
Brynjar Ingi Erluson
Enski deildabikarinn: Chelsea áfram - Southampton úr leik
Eden Hazard fagnar marki sínu í kvöld
Eden Hazard fagnar marki sínu í kvöld
Mynd: Getty Images
Tveimur leikjum var að ljúka í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins en Chelsea fór nokkuð örugglega áfram á meðan Southampton er úr leik.

Chelsea lagði Derby County að velli með þremur mörkum gegn einu í kvöld. Eden Hazard kom Chelsea yfir með laglegu marki en hann lét þá vaða úr teignum eftir frábæran undirbúning.

Filipe Luis bætti við öðru marki á 56. mínútu en það kom úr aukaspyrnu og var afar fallegt en spyrnan var föst yfir varnarveginn og í hægra hornið. Craig Bryson minnkaði muninn fyrir Derby með fallegu skoti við vítateigslínuna en boltinn fór í stöng og inn.

Andre Schürrle gerði út um leikinn með þriðja markinu þegar lítið var eftir af leiknum en hann skoraði þá með góðu skoti úr teignum er markvörður Derby náði ekki að hirða skot Loic Remy.

Jake Buxton fékk að líta rauða spjaldið í liðið Derby en hann braut þá á Loic Remy. Það voru þó flestir sammála um það að rauða spjaldið hafi kannski verið of harður dómur.

Southampton er þá úr leik eftir að hafa tapað fyrir Sheffield United. Marc McNulty skoraði eina mark leiksins á 63. mínútu. Florin Gardos fékk að líta beint rautt spjald en hann braut þá á markaskoraranum, McNulty.

Úrslit og markaskorarar:

Derby County 1 - 3 Chelsea
0-1 Eden Hazard ('23 )
0-2 Filipe Luis ('56 )
1-2 Craig Bryson ('71 )
1-3 Andre Schurrle ('82 )


Rautt spjald:Jake Buxton, Derby County ('78)
Sheffield Utd 1 - 0 Southampton
1-0 Marc McNulty ('63 )
Athugasemdir
banner