Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. janúar 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frakkland: Balotelli með tvö - Malcom spilaði 90 mínútur
Balotelli er að eiga öflugt tímabil.
Balotelli er að eiga öflugt tímabil.
Mynd: Getty Images
Það voru þrír leikir í frönsku úrvalsdeildinni í gær og var margt athyglisvert sem gerðist.

Mario Balotelli hjálpaði Nice að gera jafntefli á erfiðum útivelli í Mónakó. Balotelli skoraði tvö mörk eftir að Mónakó hafði komist 1-0 yfir. Balotelli sneri stöðunni við og kom Nice í 2-1 áður en Mónakó jafnaði aftur með marki frá Falcao.

Balotelli hefur verið iðinn við kolann á tímabilinu og er kominn með 12 mörk í frönsku úrvalsdeildinni.

Balotelli hefur talað um það að hann vilji komast í stærra félag og það er spurning hvort eitthvað gerist á næstu tveimur vikum.

Annar leikmaður sem gæti farið í stærra félag er Brasilíumaðurinn Malcom. Hann hefur verið sterklega orðaður við Arsenal og Tottenham, þó meira við Arsenal.

Malcom spilaði allan leikinn þegar lið hans, Bordeaux tapaði 2-0 á heimavelli gegn Caen.

Að lokum vann Marseille 2-0 sigur á Strasbourg. Dimitri Payet, fyrrum leikmaður West Ham, skoraði annað mark Marseille.









Athugasemdir
banner
banner
banner