Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 17. apríl 2017 14:00
Magnús Már Einarsson
Arnór ætlar að húðflúra nafn Alfons á sig
Arnór Gauti (til vinstri) og Alfons (í miðjunni) eftir leikinn í Georgíu.  Með þeim á myndinni er Axel Óskar Andrésson.
Arnór Gauti (til vinstri) og Alfons (í miðjunni) eftir leikinn í Georgíu. Með þeim á myndinni er Axel Óskar Andrésson.
Mynd: .
Arnór Gauti Ragnarsson, leikmaður ÍBV, ætlar að húðflúra nafn Alfons Sampsted á sig eftir að sá síðarnefndi skoraði mark með U21 árs landsliðinu gegn Georgíu í síðasta mánuði.

Arnór og Alfons eru báðir í U21 árs landsliðinu en þeir voru einnig liðsfélagar hjá Breiðabliki. Arnór leikur í dag með ÍBV og Alfons með Norrköping í Svíþjóð.

„Þegar við vorum í Georgíu með U21 þá var Alfons Sampsted vinur minn eitthvað að tala um að hann skori svo sjaldan mörk í leikjum. Ég hét á hann að ef hann myndi skora á móti Georgíu þá myndi ég fá mér tattoo með nafninu hans," sagði Arnór í hinni hliðinni á Fótbolta.net í dag.

Alfons skoraði stórglæsilegt mark með skoti á lofti en Arnór Gauti átti sjálfur frábæra sendingu á hann.

„Ef videoið af markinu er skoðað sést að ég tek um höfðuðið á mér þegar hann setur hann, ég fattaði strax hvað ég var búin að koma mér út í og að sjálfsögðu mun ég standa við þetta loforð."

Smelltu hér til að sjá hina hliðina á Arnóri Gauta

Hér að neðan er markið en það kemur eftir 50 sekúndur.


Athugasemdir
banner
banner