Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   mið 17. september 2014 07:30
Elvar Geir Magnússon
Sara Björk: Viljum kveðja Þóru með stæl
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið tekur á móti því serbneska í lokaleik sínum í undankeppni HM og verður leikið á Laugardalsvelli í dag miðvikudag klukkan 17. Þó svo að Ísland eigi ekki möguleika á því að komast í úrslitakeppnina í Kanada þá skiptir máli að ljúka keppninni á jákvæðum nótum og setja þar með tóninn fyrir undankeppni EM.

Fótbolti.net kíkti á æfingu á Laugardalsvellinum og ræddi við Söru Björk Gunnarsdóttur.

„Serbía er með fínt lið og betra en ísraelska liðið. Við unnum þær 2-1 úti en þær eru með tæknilega góða leikmenn. Þær hafa bætt sig mikið á unfanförnum árum. Við reynum að spila eins fast og við getum og þær eiga það til að henda sér í jörðina og væla smá," segir Sara.

„Við ætlum að klára þessa keppni með stæl og svo er þetta góður undirbúningur fyrir næstu keppni. Við reynum að taka það með úr leiknum gegn Ísrael sem við gerðum vel."

Markvörðurinn, Þóra Helgadóttir, hefur gefið út að þetta verði hennar síðasti landsleikur, sá 108. í röðinni, og er hér gott tækifæri fyrir áhorfendur að kveðja hana eftir frábæran feril.

„Við viljum kveðja Þóru með stæl. Það er leiðinlegt að hún sé að fara að leggja skóna á hilluna, hún hefur verið með okkur í mörg ár. Hún er einn besti markvörður í heimi."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner