Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 17. október 2017 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
McLeish hefur áhuga á að taka við Skotlandi
Mynd: Getty Images
Hinn 58 ára gamli Alex McLeish segist vera afar áhugasamur um að taka við skoska landsliðinu.

McLeish, sem lék 77 sinnum í vörn Skota sem leikmaður, tók við landsliðinu árið 2007, þegar það var í undankeppni fyrir EM.

Skotar unnu sjö af tíu keppnisleikjum undir stjórn McLeish en það nægði ekki til að komast á EM, þar sem Ítalir unnu riðilinn og Frakkar enduðu í öðru sæti.

McLeish gerði garðinn frægan sem knattspyrnustjóri Rangers en hefur einnig stýrt Genk, Zamalek og Aston Villa meðal annars.

„Ég hef ekkert heyrt í skoska knattspyrnusambandinu en mér þætti vænt um að fá símtal," sagði McLeish.

„Ég er tilbúinn til að taka starfið að mér en það eru margir aðrir góðir þjálfarar sem koma til greina.

„Ég vona að næsti þjálfari, eða einn af næstu þjálfurum, geti loksins komið Skotum á stórmót. Það verður að gerast sem fyrst."

Athugasemdir
banner
banner
banner