Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 18. apríl 2017 22:18
Elvar Geir Magnússon
Óásættanlegt hve mörg dómaramistökin voru
Kassai átti vont kvöld.
Kassai átti vont kvöld.
Mynd: Getty Images
Owen Hargreaves, sparkspekingur BT Sport, urðaði yfir ungverska dómarann Viktor Kassai og hans menn eftir frammistöðuna í stórleik Real Madrid og Bayern München í Meistaradeildinni í kvöld.

Stór vafaatriði féllu öll með Real í leiknum. Arturo Vidal fékk ranglega annað gult spjald sitt og þar með rautt þrátt fyrir að hafa farið greinilega í boltann.

Einum færri fékk Bayern svo á sig mark í framlengingu sem aldrei átti að standa því Cristiano Ronaldo var augljóslega rangstæður þegar sendingin kom.

„Af hverju erum við ekki búin að taka upp myndbandatækni í fótboltanum? Þetta er óásættanlegt. Að svona mörg dómaramistök séu í leik af þessari stærðargráðu. Úrslitin í þessum leik réðust af ákvörðunum dómarana," segir Hargreaves.




Athugasemdir
banner
banner
banner