Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mið 18. maí 2016 08:30
Alexander Freyr Tamimi
Myndir: Verstu vallarstarfsmenn sögunnar?
Jói vallarstjóri hefði látið þessa tvo heyra það.
Jói vallarstjóri hefði látið þessa tvo heyra það.
Mynd: Goal.com
Tveir vallarstarfsmenn í Noregi gætu þurft að bíða lengi eftir næsta verkefni eftir hörmulega frammistöðu í aðdraganda leiks í sjöundu efstu deild þar í landi.

Þeir Quang Minh Ha og Nick Duy Do fengu það verkefni að mála línur á völlinn einungis 30 mínútum fyrir leik Julebygda og Riska 3 síðasta miðvikudag. Þeir virtust ekki hafa hugmynd um hvað þeir væru að gera.

„Þetta er örugglega í fyrsta og síðasta skiptið sem við fáum þetta starf. Þetta klúðraðist aðeins," sagði Quang við TV2.

Samkvæmt norskum fréttum var einn vítapunkturinn 13 metrum frá marki á meðan hinu megin var punkturinn einungis átta metrum frá markinu. Þá voru hliðarlínurnar afar ójafnar og lélegar.

„Við höfðum ekki tíma til að mála miðjuhring áður en leikurinn byrjaði," sagði Quang að auki.

Hér að neðan má sjá samsetta mynd af afrakstri tvímenninganna.
Athugasemdir
banner
banner
banner