Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. júní 2017 19:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Völsungur fór illa með Fjarðabyggð
Elvar skoraði fyrir Völsung.
Elvar skoraði fyrir Völsung.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Völsungur 5 - 0 Fjarðabyggð
1-0 Sæþór Olgeirsson ('9, víti)
2-0 Elvar Baldvinsson ('21)
3-0 Ásgeir Kristjánsson ('26)
4-0 Geirlaugur Árni Kristjánsson ('29)
5-0 Sjálfsmark ('34)

Völsungur vann stóran sigur á Fjarðabyggð í 2. deild karla í dag.

Það var stórkostlegur kafli í fyrri hálfleiknum sem kláraði leikinn fyrir spræka Húsvíkinga í þessum leik á Húsavíkurvelli.

Völsungur komst yfir á tíundu mínútu, en Elvar Baldvinsson gerði svo annað stuttu síðar og þegar fyrri hálfleiknum var lokið, var staðan 5-0.

Fjarðabyggð náði ekki að svara í seinni hálfleiknum og lokatölur voru 5-0 fyrir Völsung. Völsungur er í fimmta sæti á meðan Fjarðabyggð er við botninn með aðeins fjögur stig.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner