Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. júní 2017 17:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Björn Bergmann skoraði gegn Aroni
Björn var á skotskónum.
Björn var á skotskónum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn Bergmann Sigurðarson var á skotskónum þegar lið hans, Molde, vann öruggan sigur á Tromsö.

Björn, sem hefur verið í landsliðinu að undanförnu, hefur verið að spila vel með Molde á tímabilinu og hefur nú skorað sex mörk í norsku úrvalsdeildinni, eftir daginn í dag.

Molde vann 3-0 sigur, en Óttar Magnús Karlsson spilaði með Birni hjá Molde síðustu mínúturnar. Hjá Tromsö spilaði Aron Sigurðarson allan leikinn, en hann hefur átt stórkostlegt tímabil.

Óvæntustu úrslit dagsins í norsku úrvalsdeildinni áttu sér stað í Haugesund. Þar unnu heimamenn stórlið Rosenborg, 1-0.

Matthías Vilhjálmsson byrjaði á bekknum hjá Rosenborg, en kom inn á þegar tíu mínútur voru búnar í seinni hálfleiknum.

Ingvar Jónsson hélt þá hreinu er Sandefjord vann Sarpsborg 1-0 og Kristinn Jónsson var allan tímann á bekknum er Sogndal gerði markalaust jafntefli gegn Odd Grenland.

Haugesund 1 - 0 Rosenborg
1-0 Haris Hajradinovic ('3)
Rautt spjald: Birger Meling, Rosenborg ('80)

Sandefjord 1 - 0 Sarpsborg 08
1-0 Abdoulaye Seck ('43)

Molde 3 - 0 Tromsö
1-0 Etzaz Hussain ('55)
2-0 Björn Bergmann Sigurðarson ('57)
3-0 Fredrik Brustad ('83)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner