Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   mán 18. júní 2018 20:40
Arnar Daði Arnarsson
Björn Bragi: Létum strákana aðeins heyra það
Icelandair
Björn Bragi sagði nokkra brandara í Rússlandi í kvöld.
Björn Bragi sagði nokkra brandara í Rússlandi í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mið-Ísland hópurinn kom óvænt til Gelendzhik í dag og skemmti þar fyrir bæði landsliðið og síðan fyrir fjölmiðlamenn frá Íslandi allt í boði Vodafone.

Þetta var þó ekki það eina sem þeir félagar gerðu í Rússlandi því að sjálfsögðu voru þeir meðal áhorfenda á leik Íslands og Argentínu síðastliðinn laugardag.

„Upplifunin var auðvitað algjörlega geggjuð, eiginlega óraunveruleg og ólýsanleg. Við vorum Mið-Ísland strákarnir og sátum saman í stúkunni og táruðumst allir enda ekki annað hægt en að hrífast svona svakalega," sagði Björn Bragi einn af meðlimum Mið-Íslands.

„Þetta er eitthvað sem manni óraði ekki fyrir þegar maður var yngri að horfa á HM að Ísland myndi einhverntímann taka þátt og hvað þá að gera svona alvöru hluti. Þetta er í rauninni geggjað."

En hvernig leið honum þegar hann sá boltann í netinu hjá Alfreð Finnbogasyni?

„Eins og ég segi, óraunverulegt. En samt, maður hefur séð þetta svo marg oft áður. Á EM, að vinna England og vinna riðilinn í undankeppni HM og fara á HM. Maður er orðinn of góður vanur, en þetta var geggjað," sagði Björn Bragi sem segir liðið geta farið alla leið.

„Þeir geta orðið Heimsmeistarar ef þeir vilja það. Þeir geta allt, það er bara þannig."

Eins og fyrr segir skemmti Mið-Íslands hópurinn fyrir strákana okkar í kvöld. Björn Bragi neitar því ekki að þeir hafi aðeins gert grín af strákunum í landsliðinu.

„Á hótelinu með þeim með engar myndavélar þá létum við þá alveg aðeins heyra það. Þetta eru menn með húmor fyrir sér þannig þeir höfðu gaman af því þegar við vorum að skjóta aðeins á þá. Þetta var mjög skemmtileg og mikil stemning. Við vorum auðvitað þvílíkt spenntir fyrir því að gera þetta og gaman að sjá hversu mikið þeir voru peppaðir."

Viðtalið í heild sinni við Björn Braga má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner