Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. júlí 2017 12:15
Magnús Már Einarsson
Bestur í umferðum 1-11: Þetta hefur verið frekar sturlað bara
Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Andri Rúnar hefur farið á kostum í sumar.
Andri Rúnar hefur farið á kostum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Andri tekur NBA fagnið sitt.
Andri tekur NBA fagnið sitt.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
„Þetta hefur verið frekar sturlað bara. Bæði hvað liðið er búið að gera og hvernig hefur gengið hjá mér persónulega," segir Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindvíkinga, en hann er leikmaður umferða 1-11 í Pepsi-deildinni að mati Fótbolta.net.

Andri Rúnar hefur farið á kostum og skorað tíu mörk í fyrri umferðinni en hann hefur hjálpað Grindvíkingum í 2. sæti deildarinnar.

„Síðasta haust ákvað ég að sjá hvað ég gæti gert með því að gera þetta almennilega. Ég áttaði mig svo bara á því í vor þegar ég var að spila hvað ég gæti gert. Var kominn í gott stand og fannst ég verða betri og betri."

Doddi las vítið
Andri hefði getað bætt ellefta markinu við í gær en Þórður Ingason, fyrrum samherji hans hjá BÍ/Bolungarvík, varði þá víti frá honum. Andri klikkaði einnig á vítapunktinum gegn KA í þarsíðustu umferð en hann býst þó við að fá að halda áfram að taka vítin.

„Ég reikna með því. Þetta var einn af þessum dögum þar sem ekkert gekk upp. Það hjálpaði ekki að Doddi (Þórður Ingason) þekkir mig mjög vel og las allt sem ég gerði."

Er sjálfur í 15. sæti í Draumaliðsdeildinni
Andri setti sér markmið fyrir tímabilið að skora tíu mörk og það er nú þegar í höfn. Hvert er næsta markmið? „Ég reyni að skipta markmiðum mínum svolítið upp. Næsta sem ég horfi í er að ná 15 mörkum og 5 stoðsendingum," sagði Andri en hann hefur skilað helling af stigum fyrir fólk í Draumaliðsdeild Eyjabita í sumar. Andri segir að fólk láti hann vita af ánægju sinni með stigasöfnunina.

„Það kemur alveg fyrir. Fæ oft snöp og message frá fólki sem segir mér að það sé með mig sem fyrirliða. Fæ sennilega að heyra það fyrir leikinn gegn Fjölni. En ég reyni bara að bæta það upp," sagði Andri brosandi.

Andri er sjálfur í 15. sæti af yfir 5000 þátttakendum í Draumaliðsdeildinni en hann hefur áður gert góða hluti í NBA Draumaliðsdeildum.

„Ég hef verið frekar heppinn í sumar þar. Setti mig bara sem fyrirliða og það hefur gengið ágætlega. Ég er samt ekki viss um að það sé maður á landinu sem eigi break í mig í NBA fantasy. Ekki einu sinni Tommi Agnars," sagði Andri léttur.

Fögnin koma úr NBA
Andri hefur fagnað mörkum sínum á líflegan hátt í sumar. Andri er mikill NBA áhugamaður og þaðan koma flest fögnin.

„Fagnið sem ég tek yfirleitt er svona í anda Russell Westbrook (Leikmaður Oklahoma í NBA). Hann slíðrar alltaf byssurnar eftir að hann setur þrist. Ég fagnaði þrennunni með léttum Curry og Warriors. Þeir eru taka það oft á bekknum þegar menn eru að setja niður skot. Svo tók ég nautið (gegn KA) fyrir vin minn Hákon Dag. Hann átti afmæli þarna og þetta var fagnið sem hann tók í gamla daga," sagði Andri léttur.

Sjá einnig:
Úrvalslið umferða 1-11
Leikmaður umferða 1-11
Dómari umferða 1-11
Þjálfari umferða 1-11
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner