Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. júlí 2017 20:43
Fótbolti.net
EM í Hollandi
Einkunnir Íslands: Sif og Fanndís bestar
Sif var best íslenska liðsins.
Sif var best íslenska liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigríður Lára lék sinn fyrsta mótsleik með Íslandi í kvöld.
Sigríður Lára lék sinn fyrsta mótsleik með Íslandi í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland þurfti að sætta sig við 1-0 tap fyrir Frökkum í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Hollandi í kvöld.

Mark Frakka kom undir lok leiks úr víti en framan af stemmdi allt í markalaust jafntefli eftir frábæra frammistöðu.

Guðbjörg Gunnarsdóttir - 7
Var örugg í öllum sínum aðgerðum. Greip vel inn í fyrirgjafir og vel staðsett þegar Frakkarnir létu vaða á markið. Gat síðan lítið gert í markinu.

Sif Atladóttir - 8
Stjórnaði öllu í miðri vörn íslenska liðsins vel, hún stöðvaði þær ófáar sóknirnar hjá Frakklandi. Var frábær í leiknum frá fyrstu mínútu. Best Íslendinga ásamt Fanndísi. Var í bullandi yfirvinnu í seinni hálfeiknum.

Glódís Perla Viggósdóttir - 7
Hún hafði það nokkuð þægilegt í fyrri hálfleiknum en sýndi það í seinni hálfleiknum hversu öflug hún er og komin langt á heimsmælikvarða.

Ingibjörg Sigurðardóttir - 7
Það var ekki að sjá að hún væri að spila sinn fyrsta alvöru mótsleik fyrir íslenska landsliðið. Sterk varnarlega og skilaði boltanum vel frá sér úr vörninni.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - 7
Varnarlega frábær og skilaði sóknarhlutverkinu ágætlega frá sér. Var óheppin snemma í seinni hálfleik þegar hún hitti ekki boltann úr dauðafæri innan teigs Frakka.

Hallbera Guðný Gísladóttir - 6
Óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn og var í meiri sóknarhlutverki í seinni hálfleiknum. Kom með tvær glimrandi fyrirgjafir sem voru stórhættulegar.

Sara Björk Gunnarsdóttir - 7
Vinnuhestur á miðjunni og fór fyrir liðinu. Varð meira áberandi í seinni hálfleiknum.

Sigríður Lára Garðarsdóttir - 7 ('74)
Í sínum fyrsta alvöru mótsleik með íslenska landsliðinu vann Sísí sýndi hún mikla vinnusemi. Hún fór í eina góða tæklingu.

Fanndís Friðriksdóttir - 8 ('82)
Best íslensku leikmannana á vellinum í kvöld ásamt Sif. Sýndi einhvern ótrúlegan kraft í öllu sem hún gerði. Var ákveðin frá fyrstu mínútu, vann boltann oft á góðum tímapunkti og átti marga spretti upp völlinn með boltann.

Agla María Albertsdóttir - 6 ('60)
Á sautjánda aldursári að spila sinn fyrsta mótsleik með landsliðinu. Stóðst heldur betur prófið. Vann mikið fyrir liðið en var í erfiðleikum með návígi og þá sérstaklega skallaeinvígi.

Dagný Brynjarsdóttir - 6
Var í nýju hlutverki í fyrri hálfleik sem "fölsk nía" en færði sig á miðjuna um miðjan seinni hálfleik. Fékk hættulegasta færi Íslands í fyrri hálfleik þegar skalli hennar fór rétt yfir markið. Var heldur týnd í upphafi leiks en vann sig betur inn í leikinn þegar leið á hann.

Varamenn:

Katrín Ásbjörnsdóttir - 5 ('60)
Náði ekki að vinna sér nægilega vel inn í leikinn eftir að hún kom inná.

Harpa Þorsteindóttir ('74)
Spilaði of lítið til að fá einkunn.

Elín Metta Jensen ('82)
Spilaði of lítið til að fá einkunn.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner