Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fös 18. ágúst 2017 21:51
Brynjar Ingi Erluson
Grétar Sigfinnur: Þurftum að fara á dekkjaverkstæðið eftir síðasta leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grétar Sigfinnur Sigurðarson, leikmaður Þróttar R. í Inkasso-deildinni, var í skýjunum með 2-1 sigur liðsins á HK í 17. umferð deildarinnar í kvöld. Liðið er nú í öðru sæti deildarinnar.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 HK

Þróttur lenti undir í leiknum er Brynjar Jónasson skoraði en Rafn Andri Haraldsson og Viktor Jónsson sáu til þess að Þróttur færi heim með öll stigin.

„Ég vil alls ekki kalla þetta iðnaðarsigur. Þetta var kaflaskiptur leikur, við vildum ekki fá þetta mark á okkur þarna. Ég verð að hrósa Gregg fyrir vel uppsettan leik þar sem við ætluðum að fara fyrir aftan það, nema við fengum mark á okkur og það var klúður hjá liðsheildinni," sagði Grétar við Fótbolta.net.

„Uppleggið í vikunni var að spila milli lína og brjóta þá upp. Það hlustuðu allir og seinni hálfleikur var langbesti leikurinn hjá okkur í sumar. Mér fannst við geta skorað fullt af mörkum, komu bara tvö, en frábær sigur og ótrúlega flott að vera komnir í annað sætið."

Viktor Jónsson skoraði annað mark Þróttara en margir vildu meina að hann hefði brotið af sér í aðdragandanum.

„Ég get ekki tjáð mig um það. Ég sá það ekki nógu vel, hvort sem hann braut af sér eða ekki þá fannst mér við eiga þetta skilið þar sem við vorum búnir að liggja í færum. Það hlaut að detta, ef við hefðum ekki skorað þarna þá hefðum við bara skorað annað."

Liðið tapaði fyrir Keflavík í síðustu umferð en menn voru allir sammála um það í vikunni að rífa liðið í gang og það virðist hafa tekist.

„Við þurftum að fara út á dekkjarverkstæði eftir síðasta leik, tapið gegn Keflavík og gíra okkur upp í sigur. Koma á heimavöll þar sem við viljum ekki tapa einu einasta stigi," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner