Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 18. september 2014 14:30
Magnús Már Einarsson
Wenger: Mesta eftirsjáin að ná ekki að kaupa Ronaldo
Wenger reyndi að fá Ronaldo.
Wenger reyndi að fá Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að mesta eftirsjáin á ferlinum sé að hafa ekki náð að kaupa Cristiano Ronaldo til félagsins á sínum tíma.

Manchester United keypti Ronaldo frá Sporting Lisabon árið 2003 og allir þekkja framhaldið.

Wenger reyndi að krækja í Ronaldo á undan United en hafði ekki erindi sem erfiði.

,,Ég var svo nálægt því að kaupa Cristiano Ronaldo," sagði Wenger aðspurður út í mestu eftirsjána á ferlinum.

,,Ekki bara það að ég náði honum ekki, heldur samdi hann líka við Manchester United. Auðvitað er þetta ennþá sárt í dag."
Athugasemdir
banner
banner
banner