Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
banner
   mið 18. október 2017 10:00
Mist Rúnarsdóttir
Wiesbaden
Dagný: Asnalegt að fara í leik og reyna ekki að vinna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er komin til móts við íslenska landsliðshópinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni Heimsmeistaramótsins á næstu dögum. Dagný mætir til leiks sem nýkrýndur bandaríkjameistari en hún náði því mikla afreki á dögunum að vinna bandarísku deildina með félagsliði sínu, Portland Thorns.

„Þetta var ótrúlega góð tilfinning. Við töpuðum náttúrlega í úrslitakeppninni í undanúrslitum í fyrra og mættum svo sama liði í úrslitaleiknum núna þannig að þetta var extra sætt og gaman að vinna á Flórída,“sagði Dagný aðspurð um titilinn. Dagný hafði þó lítinn tíma til að fagna með liðsfélögunum enda stórt verkefni sem beið hennar með íslenska landsliðinu í Þýskalandi.

„Það var fögnuður á laugardagskvöldinu sem ég var partur af en svo eyddi ég bara hálfum sunnudegi í Orlandó og flaug svo heim að hitta landsliðið. Stelpurnar flugu til Portland og það voru einhver fagnaðarlæti þar. Auðvitað hefði verið gaman að vera partur af því en mér finnst mikilvægara að standa mig vel í landsleikjunum. Mér fannst mikilvægt að koma mér sem fyrst á tímann hérna í Þýskalandi. Það er náttúrulega 9 tíma munur á Þýskalandi og Portland.“

Síðasta ár hefur verið afar krefjandi fyrir Dagnýju en hún hefur komið sterk til baka eftir erfiða baráttu við meiðsli og er, eftir mikinn dugnað og eljusemi, komin í sitt besta form.

„Ég missti út 5 mánuði og það tekur tíma að koma sér í gang aftur en nú er ég búin að æfa vel alveg síðan í lok maí og er bara á mínum besta stað núna,“ sagði Dagný.

Leikirnir tveir sem framundan eru verða erfiðir og Dagný er meðvituð um það. Hún hefur þó fulla trú á að íslenska liðið geti gert vel.

„Auðvitað erum við underdogs í leiknum á föstudaginn svona miðað við alla söguna en það er allt hægt í fótbolta leik og ég hef fulla trú á að við eigum eftir að spila vel og ég vonast til að við vinnum. Mér myndi finnast asnalegt að fara í leik og ef við ætluðum ekki að reyna að vinna þannig að við stefnum alltaf á sigur,“ sagði keppnismanneskjan Dagný sem mun mæta nokkrum kunnuglegum andlitum á föstudag. Hún hefur mætt mörgum úr þýska liðinu og spilaði með nokkrum leikmönnum þegar hún varð Þýskalandsmeistari með Bayern Munchen vorið 2015.

„Ég hef spilað á móti einhverjum af þeim og svo voru nokkrar af þeim með mér í liði þegar ég spilaði með Bayern. Þannig að það verður bara gaman að sjá þær aftur,“ sagði landsliðskonan meðal annars en hægt er að horfa á allt viðtalið við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner