Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. febrúar 2017 22:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Mourinho: Chelsea orðið Englandsmeistari
Mourinho elskar sálfræðistríð
Mourinho elskar sálfræðistríð
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United er þekktur fyrir sálfræðistríð sín en hún hefur hann hafið eitt slíkt, nú gegn sínu fyrrum félagi, Chelsea, en liðin mætast í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar.

Mourinho segir að Chelsea sé nú þegar búið að vinna ensku úrvalsdeildina og geti því einbeitt sér fullkomnlega að bikarleiknum.

Liðin mættust í 8-liða úrslitum bikarsins fyrir fjórum árum en þá sigraði Chelsea.

Chelsea hefur 8 stiga forskot á toppi deildarinnar en Manchester United er í mikilli baráttu um Meistaradeildarsæti, eru í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar og eru komnir í úrslitaleik deildabikarsins.

Mourinho sýndi engin viðbrögð við drættinum en hann byrjaði hins vegar sálfræðistríð.

„Chelsea mun líklega aðeins hugsa um bikarkeppnina, því ég held að þeir séu nú þegar orðnir meistarar og þeir hafa ekkert annað til þess að keppa um."

„Bikarkeppnin er mikilvæg fyrir þá held ég. Ég verð að spila við Saint-Etienne, ég verð að spila í úrslitum deildabikarsins, ég verð vonandi að spila við annan andstæðing í Evrópudeildinni og ég verð að berjast um efstu fjögur sætin í deildinni. Ég hef svo marga hluti til þess að hugsa um,"
sagði Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner