Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 19. apríl 2017 18:00
Elvar Geir Magnússon
Romero: Ég sé ekki eftir neinu
Romero hefur leikið vel í Evrópudeildinni.
Romero hefur leikið vel í Evrópudeildinni.
Mynd: Getty Images
Argentínumaðurinn Sergio Romero er varamarkvörður Manchester United og hefur staðið vaktina í Evrópudeildinni með miklum sóma.

Hann verður í eldlínunni með United í seinni leiknum gegn Anderlecht í 8-liða úrslitum á morgun en fyrri leikurinn í Belgíu endaði með 1-1 jafntefli.

„Það er öðruvísi að spila í deildinni en í Evrópudeildinni. Liðin frá Evrópu sem koma finna meira fyrir pressu og við reynum að spila inn á það. Öll lið vilja vinna okkur en við viljum komast eins langt og hægt er," segir Romero.

Þegar hann gekk í raðir Manchester United var útlit fyrir að David de Gea væri á förum. Spánverjinn var þó áfram og Romero hefur verið varamarkvörður síðan.

„Ég sé ekki eftir neinu. Þegar þú færð tækifæri til að fara til Manchester United þá viltu stökkva á það, sama þó þú vitir að mögulegt sé að þú verðir varamaður. Ég vil sýna stjóranum að ég er tilbúinn þegar á þarf að halda."

„Sama hver keppnin er þá viljum við vinna, þó þetta sé Meistaradeildin eða æfingaleikur í Kína. Þegar þú spilar fyrir United er ekki til ómerkileg keppni eða leikur," segir Romero.

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segir að ekki sé öruggt að Romero standi í rammanum út alla Evrópudeildina en helsta markmið United það sem eftir lifir tímabils er að vinna keppnina. Sigur færir sæti í Meistaradeild Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner