Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 19. apríl 2018 11:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Times: Martial vildi fara í skiptidílnum fyrir Sanchez
Martial er sagður ósáttur hjá Man Utd.
Martial er sagður ósáttur hjá Man Utd.
Mynd: Getty Images
Anthony Martial, kantmaður Manchester United, vildi fá að ræða við Arsenal í janúar samkvæmt heimildum Times.

Martial ku vera ósáttur við hlutverk sitt í liði Man Utd en hann hefur mikið þurft að verma varamannabekkinn síðustu misseri.

Hann gæti verið á förum í sumar hefur hann verið orðaður við Bayern München, Juventus og Barcelona en Arsenal gæti líka verið inn í myndinni hjá franska landsliðsmanninum.

í Janúar síðastliðnum var Henrikh Mkhitaryan skipt frá Manchester United til Arsenal í staðinn fyrir Alexis Sanchez. Paul Hirst, blaðamaður Times, segir að Martial hafi verið ósáttur við það að fá ekki tækifæri til að ræða við Arsenal.

Í slúðurpakkanum í morgun var sagt að Arsenal væri að íhuga tilboð í Martial en félagið væri nú hætt við.

Hinn 22 ára gamli Martial gekk til liðs við Man Utd frá Mónakó árið 2015. Hann í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum en tækifærin hafa verið af skornum skammti hjá Jose Mourinho.

Hann byrjaði þó í gær í 2-0 sigri á Bournemouth og spilaði allan leiktímann, líkt og Marcus Rashford sem hefur einnig verið í ákveðnu aukahlutverki á þessu tímabili, sérstaklega eftir komu Alexis Sanchez.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner