Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 19. apríl 2018 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wenger hættir við Martial - Neves til Liverpool?
Powerade
Mikið er slúðrað um Martial og mögulega bröttför hans frá Manchester United.
Mikið er slúðrað um Martial og mögulega bröttför hans frá Manchester United.
Mynd: Getty Images
Ruben Neves.
Ruben Neves.
Mynd: Getty Images
Umtiti gæti fengið nýjan samning með hækkuðu riftunarverði.
Umtiti gæti fengið nýjan samning með hækkuðu riftunarverði.
Mynd: Getty Images
Það er fyrsti dagur sumars. Það er tilvalið að byrja hann á slúðrinu. Vindum okkur í það!



Tottenham íhugar að gera aðra tilraun til að fá kantmanninn Demarai Gray (21) frá Leicester. Spurs vildi fá Gray síðasta sumar en Leicester neitaði að hlusta á tilboð í hann. (ESPN)

Mauricio Pochettino, stjóri Spurs, hefur áhuga á Layvin Kurzawa (25), vinstri bakverði Paris Saint Germain. Chelsea hefur líka áhuga á kauða. (Mirror)

Lyon og Juventus vilja kaupa kantmanninn Anthony Martial (22) frá Manchester United. (Sun)

Arsenal hefur líka verið að íhuga tilboð í Martial en Arsene Wenger, stjóri liðsins, hefur ákveðið að styrka aðrar stöður á vellinum þegar sumarglugginn opnar. (Evening Standard)

Maurizio Sarri, þjálfari Napoli, er fyrsti kostur hjá Chelsea í að taka við af Antonio Conte. Helstu skotmörk Chelsea á félagaskiptamarkaðnum í sumar munu ekki skuldbinda sig fyrr en þeir vita hver stýrir liðinu á næstu leiktíð. (Mail)

Fyrrum fyrirliði Arsenal og núverandi stjóri New York City FC, Partrick Vieira, gæti tekið við Arsenal af Arsene Wenger. (Mail)

Æðstu menn Arsenal eru ekki sammála um hver arftaki Wenger eigi að vera þar sem Luis Enrique, fyrrum þjálfari Barcelona, kemur líka til greina. (Telegraph)

Liverpool vill kaupa portúgalska miðjumanninn Ruben Neves (21) frá Wolves, sem verða nýliðar í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. (Talksport)

Crystal Palace ætlar að selja sóknarmanninn Christian Benteke (27) í sumar. (Mail)

Wolves er tilbúið að fara á eftir Jack Wilshere (26) miðjumanni sem getur yfirgefið Arsenal frítt í sumar. Wilshere er nú þegar með stórt tilboð frá Everton sem hann er að skoða. (Mirror)

Tottenham er að gera nýjan samning við Erik Lamela sem mun halda leikmanninum hjá félaginu til 2020. (Independent)

David de Gea (27), markvörður Manchester United, og Michael Carrick (36) hafa rætt við Paul Pogba (25) til þess að reyna að hjálpa honum að leysa vandamál hans við knattspyrnustjórann Jose Mourinho. (Star)

Jorginho (26), miðjumaður Napoli, er leikmaður sem Mourinho vill fá í stað Pogba. (Independent)

Newcastle ætlar að reyna að kaupa Kenedy (22) frá Chelsea. Kenedy er í láni hjá Newcastle og hefur staðið sig vel en Rafa Benitez, stjóri Newcastle, telur að önnur félög muni reyna að fá hann eftir góða frammistöðu hans. (Northern Echo)

Everton er í bílstjórasætinu að landa Kamal Bafounta (16) miðjumanni Nantes í Frakklandi, þrátt fyrir áhuga Inter Milan og Sevilla. (Goal)

Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, telur að með því að sigra Arsenal í undanúrslitum Evrópudeildarinnar og elta Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni gæti það sannfært sóknarmanninn Antoine Griezmann (27) að vera áfram hjá félaginu. Griezmann hefur verið sterklega orðaður við Barcelona. (AS)

Barcelona ætlar að bjóða varnarmanninum Samuel Umtiti (24) nýjan samning en þar verður riftunarverðið upp á 250 milljónir evra. (Mundo Deportivo)

Matt Targett (22), bakvörður Southampton, vill ganga alfarið í raðir Fulham þegar lánssamningur hans hjá félaginu rennur út í sumar. (Evening Standard)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner