Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 19. apríl 2024 18:31
Ívan Guðjón Baldursson
Jason Wilcox ráðinn til Man Utd (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Kantmaðurinn Wilcox lék einnig fyrir Leeds United og enska landsliðið á ferlinum.
Kantmaðurinn Wilcox lék einnig fyrir Leeds United og enska landsliðið á ferlinum.
Mynd: EPA
Manchester United hefur staðfest ráðningu á Jason Wilcox sem nýjum tæknistjóra félagsins, þar sem hann mun starfa samhliða nýlega ráðnum framkvæmdastjóra Omar Berrada og væntanlegum yfirmanni fótboltamála Dan Ashworth, sem er samningsbundinn Newcastle United sem stendur.

Wilcox er gríðarlega mikils metinn innan fótboltaheimsins og var það forgangsmál hjá INEOS hópnum, sem stjórnar fótboltamálum Man Utd, að semja við hann.

Wilcox kemur úr röðum Southampton, sem er í titilbaráttu í Championship deildinni, og tekur strax til starfa hjá Rauðu djöflunum.

Wilcox var yfirmaður fótboltamála hjá Southampton en fyrir það var hann yfir akademíunni hjá Manchester City.

Wilcox lék meðal annars fyrir Blackburn Rovers sem leikmaður og vann ensku úrvalsdeildina með liðinu 1995.

Stjórnendur Southampton vildu ekki leyfa Wilcox að fara til Manchester en gáfu eftir að lokum. Þeir voru ósáttir með tilraunir Man Utd til að stela Wilcox á miðju tímabili og sökuðu Rauðu djöflana um vanvirðingu, en aðilar komust að samkomulagi að lokum.

Eins og áður kom fram mun Wilcox starfa samhliða Berrada, en þeir þekkjast vel eftir tíma sinn saman hjá nágrönnunum í Manchester City.


Athugasemdir
banner
banner