Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 19. apríl 2024 23:32
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Ýmir og Árborg unnu í undanúrslitum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það fóru þrír leikir fram í C-deild Lengjubikars karla í kvöld, þar sem undanúrslitaleikirnir fóru fram á meðan Álftanes rúllaði yfir Hörð frá Ísafirði í riðlakeppninni.

Bjarni Leó Sævarsson var atkvæðamestur með tvennu er Álftanes krækti í sinn eina sigur í Lengjubikarnum í ár, eftir tvo tapleiki og eitt jafntefli.

Árborg og Ýmir unnu undanúrslitaleikina og munu því eigast við í úrslitaleiknum sem á að fara fram um næstu mánaðamót.

Árborg rúllaði yfir KÁ með fimm mörkum gegn engu, þar sem leikmenn liðsins skiptu markaskoruninni bróðurlega á milli sín.

Ýmir lagði Kríu að velli eftir að gestirnir frá Seltjarnarnesi náðu forystunni snemma leiks.

Staðan var jöfn 1-1 í leikhlé en Arian Ari Morina og Ásgeir Lúðvíksson tryggðu dýrmætan sigur fyrir Ými með mörkum í síðari hálfleik.

Riðill 1:
Álftanes 5 - 1 Hörður Í.
1-0 Bjarni Leó Sævarsson ('6 )
1-1 Helgi Hrannar Guðmundsson ('42 )
2-1 Óðinn Ómarsson ('44 )
3-1 Bjarni Leó Sævarsson ('50 )
4-1 Bessi Thor Jónsson ('56 )
5-1 Daníel Arnfinnsson ('77 )

Undanúrslit:
KÁ 0 - 5 Árborg
0-1 Aron Freyr Margeirsson ('5 )
0-2 Þormar Elvarsson ('9 )
0-3 Sigurður Óli Guðjónsson ('16 )
0-4 Kristján Ómar Björnsson ('42 , Sjálfsmark)
0-5 Kristinn Ásgeir Þorbergsson ('76 )
Rautt spjald: Isaac Owusu Afriyie, KÁ ('66)

Ýmir 3 - 1 Kría
0-1 Ingi Hrafn Guðbrandsson ('10 )
1-1 Hörður Máni Ásmundsson ('43 )
2-1 Arian Ari Morina ('54 , Mark úr víti)
3-1 Ásgeir Lúðvíksson ('85 )
Athugasemdir
banner
banner
banner