Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. október 2014 16:00
Elvar Geir Magnússon
Var næstum óleikhæft gegn Hollandi
Það var kalt á Laugardalsvellinum í síðustu viku.
Það var kalt á Laugardalsvellinum í síðustu viku.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Laugardalsvöllur er ekki upphitaður og hefur það skapað áhyggjur innan KSÍ fyrir leiki sem ekki fara fram yfir sumartímann. Miklar ráðstafanir þurfti að gera fyrir Króatíuleikinn í fyrra og gegn Hollandi á dögunum var tæpt að völlurinn yrði leikfær en mikill kuldi var á landinu.

„Vallarstjórinn sagði að það munaði mjög litlu að ekki hefði verið leikfært gegn Hollandi. Nokkrar gráður enn í mínus og leikurinn hefði ekki getað farið fram, með skelfilegum afleiðingum fyrir okkur. Við erum ekki í nægilega góðri stöðu. Það er algjört lykilatriði fyrir okkur að tryggja það að leikirnir geti farið fram," sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í viðtali við Fótbolta.net.

KSÍ hefur fengið skriflegt vilyrði frá UEFA sem er tilbúið að leggja til fjármagn fyrir hitakerfi undir völlinn. Nú er boltinn hjá Reykjavíkurborg sem á völlinn.

„Ég hef verið í viðræðum við UEFA um að byggja upp völlinn með hita- og vökvunarkerfi. Það er auka álag að þurfa að huga að því hvort leikur geti farið fram eða ekki. Ég horfi til þess að næsta haust þurfum við að spila heimaleik í október og í nóvember ef við förum í umspil. Við höfum fengið skriflegt vilyrði frá UEFA fyrir fjármagni fyrir þessu," sagði Geir.

Smelltu hér til að hlusta á ítarlegt viðtal við Geir úr útvarpsþætti okkar á X-inu í gær en þar var mikið rætt um framtíð Laugardalsvallar.
Athugasemdir
banner
banner
banner