Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fim 19. október 2017 08:00
Mist Rúnarsdóttir
Wiesbaden
Fanndís: Auðvitað verður maður að nýta styrkleikana
Fanndís er tilbúin í að takast á við Þjóðverja
Fanndís er tilbúin í að takast á við Þjóðverja
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
„Þetta eru mjög krefjandi og spennandi verkefni,“ sagði landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir fyrir æfingu íslenska liðsins í gær. Framundan eru tveir erfiðir útileikir. Fyrst gegn Þýskalandi á föstudag og síðan gegn Tékkum á þriðjudag. Fanndís segir alla athygli beinast að fyrri leiknum á þessum tímapunkti.

„Við erum bara að fókusa á föstudaginn og erum að fara yfir Þjóðverjana. Maður er ekki einu sinni byrjaður að hugsa út í hinn leikinn.“

„Við vitum helling um þær (Þýskaland). Við höfum spilað oft við þær og ekki náð í mörg úrslit á móti Þýskalandi. Við erum búnar að vera að skoða klippur úr þeirra leikjum og sjá hvernig þær spila. Skoða þeirra veikleika og svoleiðis,“
sagði Fanndís sem mætir til leiks í góðu leikformi enda franska deildin í fullum gangi.

Fanndís vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu á Evrópumótinu í sumar og þótti standa sig einna best af íslensku leikmönnunum. Telur hún að andstæðingarnir muni horfa til þess og gera sérstakar ráðstafanir til að stöðva hana í komandi leikjum?

„Ekki hugmynd. Nei, ég held ekki. Ég held að þær séu bara að fókusera á sjálfar sig,“ sagði Fanndís sem er staðráðin í gera sitt besta á föstudaginn.

„Auðvitað verður maður að nýta sína styrkleika og vonandi fæ ég tækifæri til þess að refsa á einhvern hátt“

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner