Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 20. janúar 2017 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Norskur landsliðsmaður lánaður til Hull (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Omar Elabdellaoui fær treyju númer 14 hjá Hull City þar sem hann verður á lánssamning út tímabilið.

Omar er 25 ára gamall og getur leikið sem hægri bakvörður og hægri kantur. Hann á 23 landsleiki að baki fyrir Noreg og var hjá Manchester City í tvö ár en fékk ekki að spila og fór á endanum til Eintracht Braunschweig í Þýskalandi.

Omar átti gott tímabil í Þýskalandi og var keyptur til Olympiakos í Grikklandi, þar sem hann hefur leikið 47 deildarleiki á tveimur og hálfu ári.

Hull er illa statt fjárhagslega og þarf að breikka leikmannahópinn til að eiga raunhæfa möguleika á að halda sér uppi í deild þeirra bestu.
Athugasemdir
banner
banner
banner