Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 20. maí 2018 20:53
Ingólfur Páll Ingólfsson
Ítalía: Mikil dramatík er Inter tryggði sér meistaradeildarsæti
De Vrij tapaði en fer í meistaradeildina með Inter.
De Vrij tapaði en fer í meistaradeildina með Inter.
Mynd: Getty Images
Roma kláraði tímabilið með sigri.
Roma kláraði tímabilið með sigri.
Mynd: Getty Images
Tveimur leikjum er lokið í ítölsku úrvalsdeildinni en þetta voru síðustu leikir tímabilsins í deildinni. Inter sigraði Lazio í fjörugum leik og tryggði sæti sér 4. sæti deildarinnar. Roma endar tímabilið á sigri.

Lazio dugaði jafntefli til að tryggja sér 4. sæti deildarinnar og þar með sæti í meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Lazio byrjaði leikinn betur og komst yfir á 9. mínútu með skrautlegu marki. Marusic átti skot sem fór í andlitið á Perisic og þaðan í markið.

Inter jafnaði leikinn með marki D'Amrosio en Lazio komst aftur yfir með frábæru marki Felipe Anderson.

Það leit allt út fyrir að Lazio væri að sigla sigrinum heim en Inter fékk vítaspyrnu á 78. mínútu þegar De Vrij braut á Icardi. Mínútu síðar var svo fyrirliða Lazio, Senad Lulic rekinn af velli með sitt annað gula spjald.

Inter nýtti sér liðsmuninn og komst yfir í fyrsta skipti í leiknum er Vecino skallað knöttinn í netið eftir hornspyrnu. Ótrúlegar mínútur á Stadio Olimpico.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og Inter stelur meistaradeildarsætinu af Lazio. De Vrij, varnarmaður Lazio er á leiðinni til Inter í sumar og er ótrúlegt að hann hafi spilað leikinn í dag þegar svo mikið var undir.

Í hinum leik kvöldsins sigraði Roma lið Sassuolo með einu marki gegn engu.

Lazio 2-3 Inter
1-0 Ivan Perisic,sjálfsmark ('9)
1-1 Danilo D'Ambrosio ('29)
2-1 Felipe Anderson ('41)
2-2 Mauro Icardi ('78)
2-3 Matías Vecino ('81)

Sassuolo 0-1 Roma
0-1 Gianluca Pegolo ('46)
Athugasemdir
banner
banner
banner